Drifkraftur í ferðaþjónustunni

skrifað 15. okt 2013
CAM00915-326x160

Einn helsti drifkraftur í vexti í útflutningi um þessar mundir er ferðaþjónustan, og reiknar Greining Íslandsbanka með áframhaldandi vexti í þeirri grein út spátímann þó að heldur hægi á vextinum frá því sem verið hefur. Gert er ráð fyrir að útflutningur þjónustu vaxi um 4,8% í ár, 4,0% á næsta ári og 3,5% á árinu 2015.