CNN velur Reykjavík eina af 10 bestu vetrarborgunum

skrifað 27. nóv 2013

Í greininni segir að nokkrar borgir sem alla jafna séu ekki þær bestu í heimi sýni rétta liti að vetri til og verði á þeim tíma þær bestu.

Um Reykjavík er að þrátt fyrir að höfuðborgin sé ein sú kaldasta í Evrópu innihaldi hún gnógt af heitum hverum til að bæta það upp. Þá sé ómissandi að upplifa sundlaugar borgarinnar á ferðalaginu.

Borgin er sögð bjóða upp á mörg hugguleg kaffihús sem bjóða upp á rúgbrauð og sérstaklega er mælt með veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu, hótelgistingu á Marina Hotel við Mýrargötu og því að fólk skoði tónlistarhúsið Hörpu. sjá nánar á visir.is