Bókakvöld

skrifað 25. nóv 2015
Lífríki Íslands bók

Miðvikudaginn næsta þann 14.desember kl. 20 mun Fræðslunefnd Félags leiðsögumanna standa fyrir árlegu Jólabókakvöldi FL að Cinema no2, verbúð 2, að Geirsgötu 7b (efri hæð).

Félag leiðsögumanna býður upp á bjór, léttvín, gosdrykki og tilheyrandi.

Tveir góðkunnir höfundar, þau Snorri Baldursson líffræðingur, höfundur bókarinnar Lífríki Íslands og Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur, höfundur bókarinnar Barðastrandahreppur - göngubók ætla að deila með okkur bókum sínum og spjalla við okkur um verk sín.

Það er hefð fyrir því að vinir og vandamenn hittist fyrir jólin og gleðjist og það ætlum við leiðsögumenn líka að gera, þess vegna munum við fjölmenna í Cinema no2, þann 14. desember klukkan 20.

Vinsamlegast skráið ykkur á info@touristguide.is svo að hægt verði að panta nóg af veitingum.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Fræðslunefndin