Boðsferð leiðsögumanna til Orkuveitunnar

skrifað 14. feb 2018
OR

Orkuveita Reykjavíkur býður félögum í Leiðsögn til kynningar- og fræðslufundar í bækistöðvum Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
Á þessum fundi verður starfsemi Orkuveitunnar kynnt, meðal annars breytingar á starfsemi síðustu ára, starfsemi hitaveitu og vatnsveitu ásamt vatnsvernd, orkunýting Hengilssvæðisins, fyrirhugaður jarðhitagarður á Hellisheiði og loks gas í grjót-verkefnið, eða CarbFix og SulFix-verkefni Orkuveitunnar.

Gert er ráð fyrir að heimsóknin verði um tveggja tíma löng. Hér gefst leiðsögumönnum kjörið tækifæri til að endurnýja og uppfæra þekkingu sína á því helsta sem er að gerast í orkumálum þjóðarinnar.

Dags : Fimmtudaginn 1. mars
Staðsetning : Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.
Tími : kl. 16:30 -18:30

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á skrifstofu félagsins info@touristguide.is