skrifað 07. feb 2018

EHÍ býður í samstarfi við Leiðsögn - Félag leiðsögumanna uppá áhugaverð námskeið fyrir leiðsögumenn nú í vetur. Hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur námskeiðin og nýta ykkur snemmskráningar til að tryggja ykkur betra verð.

Klikkið á nafn námskeiðis fyrir frekari upplýsingar.

ÍSLENSKUR MATUR OG MATARHEFÐIR - FRÁ MIÐÖLDUM TIL MICHELIN-STJÖRNU

Farið verður yfir íslenska matarsögu frá landnámi til nútíma. Talað verður um hvernig matarvenjur byrjuðu að breytast og mótast þegar við landnám eða á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og um veislur og matföng á Sturlungaöld og miðöldum.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 22. JANÚAR

JÖKLA- OG LOFTSLAGSBREYTINGAR Á ÍSLANDI

Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem hafa orðið á jöklum landsins vegna hlýnandi loftslags og fjallað um hvaða þættir hafa mest áhrif á vöxt og viðgang þeirra.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 5. MARS