Betur vinnur vit en strit - eða hvað?

skrifað 13. nóv 2014
Þingvellir  FL

Hellstu niðurstöður í skýrslu um greiningu menntunar í ferðaþjónustu sem var unnin af ráðgjafarsviði KPMG að ósk Ferðamálastofu eru:
GAP MILLI FJÖLGUNAR FERÐAMANNA OG FAGMENNTAÐRA Í kjölfar fjölgunar ferðamanna síðustu 5 ár skapast þörf fyrir hröðun í fjölgun fagmenntaðs starfsfólk. Skiljanlega hefur fjölgun fagmenntaðra ekki haldið í við aukinn ferðamannastraum en til lengri tíma litið er nauðsynlegt að fleiri hljóti formlega menntun ef þjónustan á ekki að líða fyrir álag í greininn. Sérstaklega þarf að horfa til fjölgunar fagmenntaðra í hótelstjórnun, framreiðslu, matreiðslu og afþreyingariðnaðinum. HINDRANIR NÁMSFRAMGÖNGU Í KERFINU Töluvert framboð er af námi í ferðaþjónustu og er það jafn fjölbreytilegt og greinin sjálf. Hinsvegar er takmörkuð tenging milli námsstiga og takmarkaðir möguleikar til áframhaldi náms að loknum ýmsum námsbrautum. Þörf gæti reynst á að auðvelda aðgengi að námi með því t.a.m. að bjóða upp á styttra nám í iðnmenntun og samræma kröfur sem til náms eru gerðar til þess að nemendur geti fengið nám metið til árangurs alls staðar í námskerfinu. VANTAR AÐ FYRIRTÆKI SÆKIST EFTIR MENNTUN Leiðarljós í rekstri allra fyrirtækja er að hámarka framlegð og arðsemi eiganda. Til þess að svo geti orðið er þörf á sérhæfðu starfsfólki sem býr yfir þekkingu að ná fram þessar hámörkun í sínu starfi. Tilhneigingin í meðalfyrirtæki í ferðaþjónustu hefur hinsvegar verið sú að ráða ófaglærða starfsmenn til skamms tíma. EFLING VAKANS Miklar vonir eru bundnar við gæðakerfið Vakann og þeirra viðmiða sem í honum felast. Sé vel að því staðið getur slíkt gæðakerfi skapað hvata fyrir fyrirtæki til þess að efla menntun starfsfólks þar sem viðmið í kerfinu krefjast þess. SKORTUR Á STEFNU OG HEILDARSÝN Til þess að ná fram samlegð milli námsleiða og samþættingu náms til hagsbóta fyrir greinina í heild er þörf á að skapa heildarsýn. Þörf er á fagráði um menntun í ferðaþjónustunni þar sem helstu hagsmunaaðilar, fræðsluaðilar, stjórnvöld og fyrirtæki, hefðu samráð um málefni greinarinnar til þess að ná þessu fram. TÖLULEG GÖGN OG RANNSÓKNIR Mikið hefur verið rætt um skort á tölulegum gögnum og rannsóknum sem tengjast greininni. Tölfræði sem nýtist til mats á stöðu menntunar er þar ekki undanskilin en til þess að styðja frekar við greinina og vinna skipulega að eflingu menntunar er mikilvægt að geta reiknað t.a.m. mannaflaþörf o.fl.

Skýrsluna í heild má nálgast hér og inni á ferdamalastofa.is