Kynningarfundur um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

skrifað 30. apr 2019

Félag Leiðsögumanna vekur athygli félagsmanna sinna á opnum fundi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Á fundinum verður sagt frá stöðu vinnunnar og þeim verkefnum sem framundan eru.
Allir eru velkomnir á fundinn.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. maí kl. 16:30 – 17:30
Skuggasundi 3 (4. hæð) í fundarsal umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar má finna á vefslóðinni www.stjornarradid.is/midhalendid