Átök á vinnumarkaði framundan

skrifað 08. jan 2015
Fundur FL

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að sú sáttastefna sem markaði síðustu kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ og BSRB sé brostin. Hann telur engar líkur á að launakröfur almenna vinnumarkaðarins taki mið af þeim viðmiðum sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram sem eru milli þrjú og fjögur prósent hækkun.
Ríki og sveitarfélög hafa markað aðra stefnu í samningum sínum og ábyrgðinni á efnahagslegum stöðugleika verður ekki varpað á herðar almenns launafólks.
Sjá nánar á ruv.is