Alþjóðlegi friðadagurinn 21. sept. 2019

skrifað 05. sep 2019

The European Grandmother Council og Alþjóðlegur friðardagur og á Íslandi verður haldinn 21.9.2019

Alþjóðlegur dagur friðar hefur verið haldinn þann 21. september að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna frá 1981.
Dagana 20.¬–22. september 2019 heldur „Ráð Evrópskra Formæðra“ friðarþingið hér á Íslandi, þá koma 22 eldri konur frá 14 löndum auk gesta til Íslands. Sjá nánar : www.councileugrandmothers.eu

Í samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur verið skipulögð dagskrá friðardagsins í nafni formæðra frá Evrópu: 21. september 2019

Þessi viðburður er opinn fyrir almenning og væri gaman að sjá sem flesta.

Kjarninn í Mosfellsbæ, Þverholti 2: Bæjarfulltrúar frá Mosfellsbæ og Kópavogsbæ munu opna sýningu kl. 11 með listaverkum frá leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi. Sýningin verður í Mosfellsbæ (í Kjarnanum, Þverholt 2) með yfirskriftinni: Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Dansað verður ævintyri um „Lily Butterfly“ , og með söng ljúkum við þessari stund um frið.

Þjóðminjasafnið og friðarganga um Tjörnina
Eftir hádegi kl. 14:00 opnar Þröstur Freyr Gylfason, fyrrirverandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna friðardaginn formlega í Þjóðminjasafni, fjórar formæður taka til máls og Páll Óskar og Monika flytja tónlist. Á eftir verður farið friðargöngu um Tjörnina. Er það okkar von að sem flestir taka þátt í henni. Hún byrjar á Þjóðminjasafni Íslands, niður Tjarnagötu, kringum Tjörnina, með stuttri viðkomu í Ráðhúsinu og til baka.
Tekur u.þ.b. 30 – 40 mín.

Næsta dag, sunnudaginn 22.9. höldum við um morguninn frá Mosfellsbænum kl. 9:00 út á Reykjanesskaga að Bleikhóli. Þarna verðum við með þakklætisathöfn til Móður Jarðar og þökkum henni fyrir skilyrðislausa ást, sem hún sýnir okkur á hverjum degi. Við ætlum að senda henni strauma af kærleik, væntumþykkju og ljós. Góð orka skiptir máli, sameinuð öll sem ein.

Verið öll velkomin!
Monika Abendroth