Alþjóðlegar tónlistarhátíðir 2014

skrifað 14. feb 2014
Sonar 2014

Búist má við að tíu til fimmtán þúsund manns sæki fjórar alþjóðlegar popptónlistarhátíðir á suðvestur horni landsins á þessu ári. Reykjavík Sonar og All Tomorrow's Parties voru haldnar í fyrsta sinn hér á landi í fyrra en Iceland Airwaves hefur verið fimmtán sinnum. Í fyrra sóttu 8.200 manns hátíðina, þar af voru erlendir gestir 4.700. Hinar hátíðirnar hafa verið minni í sniðum. Miðað við þátttökuna í fyrra má gera ráð fyrir að tíu til fimmtán þúsund manns sæki hátíðirnar í ár. Sjá nánar á ruv.is