Upplýsingafundur um lífeyrismál

skrifað 28. okt 2015
Hótel Natura

Almenni lífeyrissjóðurinn verður með fund um lífeyrissjóðsmál á Hótel Natura fimmtudaginn 29.október kl. 20.

DAGSKRÁ:

Lengra líf - í vinnu eða á eftirlaunum? Benedikt Jóhanneson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fer yfir tillögur tryggingastærðfræðinga um breyttar lífslíkur og áhrif þeirra á lífeyrissjóði,.

Hvernig geta lífeyrissjóðir brugðist við lengingu meðalævi? Hvað gerir Almenni lífeyrissjóðurinn? Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri, ræðir mögulegar leiðir fyrir lífeyrissjóði.

Hvernig get ég stýrt mínum lífeyrismálum? Sigríður Ómarsdóttir, skrifstofustjóri, segir frá nýjum sjóðfélagavef Almenna lífeyrissjóðsins, sem auðveldar sjóðfélögum að skoða stöðu sína og stýra eigin lífeyrismálum.

STAÐUR: Hótel Natura, Reykjavík

STUND: Fimmtudaginn 29. október kl. 20:00 - 21:30

ANNAÐ: Kaffiveitingar

Skráning