Fræðsla er besta leiðin til að sporna gegn utanvegaakstri

skrifað 13. ágú 2013
682433

Hálendisfulltrúi Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs segir fræðslu vera bestu aðferðina. Auknu fjármagni hefur verið veitt í vegalandvörslu þar sem ferðamenn eru stöðvaðir og fræddir á jákvæðan hátt um afleiðingar aksturs utan vega.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, hálendisfulltrúi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að þegar landverðir séu á ferðinni reyni þeir að stöðva alla bíla og ræða við ferðamennina á jákvæðum nótum um eitt og annað, meðal annars akstur utan vega. „Það er með því, með þeirri umræðu þá erum við að sjá mjög aukna meðvitund um akstur utan vega og að hann sé ekki samþykktur,“ segir Jóhanna.
Landverðir þar eru því meira á ferðinni en áður og eiga auðveldara með að fylgjast með og sporna gegn utanvegaakstri sem lengi hefur verið vandamál á hálendinu.

Sjá ruv.is:
http://www.ruv.is/frett/ferdamenn-fraeddir-um-utanvegaakstur
mynd mbl.is