Áfangastaður Ísland

skrifað 20. jún 2014
Dynjandi Westfjord

Áfangastaður Ísland er áhugaverður útvarpsþáttur um ferðaþjónustu. Núna yfir sumarmánuðina verður fjallað um ferðamál í víðum skilningi á sunnudagsmorgnum á Rás 1.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur Íslendinga að vera gestgjafar stórra hópa í strjálbýlu og viðkvæmu landi?
Umsjónarmenn þáttarins eru: Ævar Kjartansson dagkrárgerðarmaður og Edward H. Huijbens doktor í menningarlandfræði og Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála á Akureyri. Smellið hér til að hlusta.