Aðalfundur Leiðsagnar 2018

skrifað 09. mar 2018
Tourist Guide merki

Aðalfundur Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018.

Dagskrá:
1. Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar félagsins, áritaðir af löggiltum endurskoðanda, lagðir fram til afgreiðslu.
3. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja. Tillögum skal skilað í síðasta lagi 29.mars. og verða þær þá kynntar í fundarboði og á heimasíðu félagsins.
4. Drög að fjárhagsáætlun skal lögð fram og tillaga um félagsgjald og fagdeildargjald.
5. Kosning til tveggja sæta í stjórn, er laus verða skv. lögum félagsins. Framboðsfrestur til 5.apríl.
6. Kosning sex fulltrúa til trúnaðarráðs og sex varamenn. Framboðsfrestur til 5.apríl.
7. Önnur mál.

Tillögum um lagabreytingar og framboðum skal komið til skrifstofu félagsins Stórhöfða 25 fyrir þann tíma sem að framan greinir.