Aðalfundur FL 29. febrúar 2016 kl 20:00

skrifað 20. feb 2016
mynd af stórhöfða 31

Fundurinn verður haldinn í sal Rafiðnaðar sambandsins að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík (gengið inn bakatil)

Félagsmenn eru beðnir um að skrá sig á info@touristguide.is fyrir 24. febrúar svo hægt verði að áætla veitingar fyrir fundinn.

Leiðsögumenn á Norðurlandi verða í beinu sambandi við fundinn í gegnum netið.

Ársreikningar félagsins vegna ársins 2015 liggja frammi á skrifstofunni frá 24. feb.

Dagskrá:

1. Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.

3. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.

4. Drög að fjárhagsáætlun skal lögð fram og tillaga um stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald.

5. Kosning formanns eða lýsing formannskjörs.

6. Kosning til stjórnar og trúnaðarráðs, sem og í aðrar nefndir (ritnefnd, skólanefnd, fræðslunefnd og kjaranefnd) og trúnaðarstöður.

7. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.

8. Önnur mál.

Stjórnin