ASÍ UNG þing

skrifað 16. sep 2014
asiungd

Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla ... líka unga fólkið“. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þingið sóttu 26 þingfulltrúar og 10 aukafulltrúar. - ASÍ-UNG krefst þess að sveitarfélög hafi leikskóla opna yfir sumartíma þar sem oft er erfitt að samræma sumarfrí barna og foreldra.

  • ASÍ-UNG krefst samræmingar á starfsdögum og öðrum frídögum hjá leik- og grunnskólum í landinu.

  • ASÍ-UNG krefst þess að heimild fáist til að nýta hluta af eigin veikindarétti til að sinna veikindum barna ef þörf krefur.

  • ASÍ-UNG krefst þess að stjórnvöld lengi fæðingarorlof, hækki greiðsluþakið og afnemi 80% hámarkið.

  • ASÍ-UNG krefst þess að stefnt verði að styttingu vinnuviku án þess að afkoma skerðist. Sjá nánar á asi.is