Aðalfundur Leiðsagnar 2019

skrifað 29. mar 2019

Aðalfundur Leiðsagnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl. 
Fundarstaður : Stangarhylur 4, í Reykjavík. (salur eldriborgara). 
Fundurinn hefst kl: 20:00.

.
Dagskrá: 
1. Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar félagsins, áritaðir af löggiltum endurskoðanda, lagðir fram til afgreiðslu.
3. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja. Frestur til að skila inn lagabreytingartillögum er til 15.apríl og verða þær þá kynntar í fundarboði og á heimasíðu félagsins. 
4. Drög að fjárhagsáætlun skal lögð fram og tillaga um félagsgjald og fagdeildargjald.
5. Kosning formanns Leiðsagnar.  Framboðsfrestur til 22. apríl.
6. Kosning 3ja aðila til stjórnarsetu (2 til tveggja ára og 1 til eins árs). Framboðsfrestur til 22. apríl.
-  Kosning 6 fulltrúa til trúnaðarráðs og 6 varamenn. Framboðsfrestur til 22. apríl.
-  Kosning 5 fulltrúa í fræðslu- og skólanefnd (2 til eins árs og 3 til tveggja ára). Framboðsfrestur til 22. apríl.
7. Kosning 2ja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára. Framboðsfrestur til 22. apríl.
8. Önnur mál.

Framboð skal skilað inn til skrifstofu félagsins að Stórhöfða 25 fyrir þann tíma sem að framan greinir.