Aðalfundur Leiðsagnar 2019

skrifað 29. mar 2019

Aðalfundur Leiðsagnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl. 
Fundarstaður : Salur erldri borgara að Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.
Fundurinn hefst kl: 20:00 og húsið opnar 19:30

Verið er að skoða möguleika á því hvernig leiðsögumenn á landsbyggðinni geta tekið þátt í fundarhöldum í gegnum netið.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info@touristguide.is fyrir nánari upplýsingar.

Ársreikningar félagsins vegna ársins 2018 liggja frammi á skrifstofu félagsins.

Upplýsingar um lagabreytingatillögur, tilnefningar og framboð má nálgast hér neðst.
.
Dagskrá fundar: 
1. Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar félagsins, áritaðir af löggiltum endurskoðanda, lagðir fram til afgreiðslu.
3. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
4. Drög að fjárhagsáætlun skal lögð fram og tillaga um félagsgjald og fagdeildargjald.
5. Kosning formanns Leiðsagnar eða lýsing formannskjörs.
6. Kosning til stjórnar og trúnaðarráðs og kosning fulltrúa í fræðslu- og skólanefnd og aðrar trúnaðarstöður.
7. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
8. Önnur mál.

Stjórnin