Nýr kjarasamningur undirritaður

skrifað 27. jún 2019

Í dag, 27. júní, undirrituðu fulltrúar Leiðsagnar nýja kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og efnt til atkvæðagreiðslu um hann sem lokið skal fyrir 19. júlí nk. Nánar upplýsingar um kynninguna verða tilkynntar innan tíðar.