Reglur fagdeildar almenn leiðsögn

skrifað 23. mar 2018

Á fundi stjórnar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna þann 22. mars 2018 voru reglur um fagdeild almenn leiðsögn samþykktar. Reglurnar eru byggðar á tillögum starfshóps sem stjórnin hafði sett til starfa í þeim tilgangi. Starfshópinn skipuðu Marta B. Helgadóttir sem leiddi störf hans, Sigrún Stefánsdóttir, Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, Kirsten Ruhl, Jakob Guðjohnsen, Halldór Árnason og Bjarni Hannesson og skilaði hann ítarlegum tillögum um miðjan janúar sl. Reglur þær sem stjórnin setur taka til skilgreiningar á starfshópnum og almennra atriða sem snerta félagið en að öðru leyti munu tillögurnar nýtast fagdeildinni í starfi hennar. Stjórnin væntir þess að reglur þessar verði fordæmi og auðveldi stofnun fleiri fagdeilda innan félagsins. Á starfshópurinn þakkir skildar fyrir gott starf.

Stjórn félagsins mun á næstunni boða til fundar fagdeildarinnar þar sem kosin verður stjórn fyrir hana skv. reglunum. Er fagdeildarfólk hvatt til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir deildina og beðið um að tilkynna það til skrifstofu félagsins.

Reglur fagdeildar má nálgast hér