Biblíusýning í Skálholti

skrifað 17. júl 2018

Vakin er athygli á biblíusýningu sem nú stendur yfir í Skálholti. Sýningin er opin daglega kl. 10–17:30. Aðgangseyrir eða varðveislugjald er 500 kr.

Til sýnis eru sumar mestu gersemar íslenskrar kristni, menningar og sögu. Frægust er Guðbrandsbiblía, fyrsta biblían sem var prentuð á Íslandi, árið 1584, fyrir 434 árum. Allar tíu útgáfur biblíunnar eftir það eru einnig til sýnis.

Séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup, og kona hans, Stefanía Gissurardóttir, áttu bækurnar og vilja afkomendur þeirra að almenningur eigi opinn aðgang að þessum stórmerku og sjaldgæfu bókum.