Kynning á verndaráætlun um náttúru og menningarsögulegar minjar

skrifað 16. feb 2018

Umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að landsáætlun sem fjallar um hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Áætlunin er til 12 ára og þar er innifalin þriggja ára verkáætlun. Allt er þetta samkvæmt nýlegum lögum um þessi mál . Drögin að þessari áætlun er unnin af sérstakri verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúa ráðuneyta, og sveitarfélaga.
Á heimasíðu Stjórnarráðsins er hægt að kynna sér þessi drög, og auðveldast er að finna þau á hinni nýju Samráðsgátt sem er á heimasíðu Stjórnarráðsins. Leiðsögumenn ættu að kynna sér þetta mál og geta þeir sem vilja sent inn umsögn til 26. febrúar.