Kjaraviðræður

skrifað 15. jan 2019

Kjaraviðræður milli Leiðsagnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar hins vegar hófust 20. nóvember. Búið er að halda tvo samningafundi auk fundar í minni vinnuhópi. Verið er að fara yfir ýmsa kafla samningsins og ganga viðræðurnar vel, en alls er óvíst hvenær viðræðum lýkur.