Kjaranefnd Leiðsagnar

skrifað 14. jún 2017

Á fundi trúnaðarráðs Leiðsagnar 13. júní 2017 var valið í kjaranefnd félagsins. Til viðbótar við formann nefndarinnar, sem ákveðinn hafði verið á fyrri fundi trúnaðarráðs, voru valdir 7 félagsmenn.

Kjaranefnd Leiðsagnar er nú þannig skipuð:

Jakob S. Jónsson, formaður
Elín Árnadóttir
Gísli Sveinn Loftsson
Guðný Margrét Emilsdóttir
Jens Ruminy
Snorri Ingason
Valva Árnadóttir
Þórey Matthíasdóttir

Í stað þess að nefndin sé skipuð aðalmönnum og varamönnum var ákveðið að hafa nefndina óskipta og því fjölmennari en ella enda er reynsla fyrir því að nauðsynlegt getur verið að kveðja marga til starfs því verkefnin eru víðtæk og margbrotin. Til þess kann einnig að koma að kjaranefndin leiti til annarra fulltrúa í trúnaðarráði til að sinna einhverjum verkefnum.

Trúnaðarráð Leiðsagnar fer samkvæmt lögum félagsins með gerð kjarasaminga og önnur kjaramál fyrir hönd þess en getur og hefur kosið kjaranefnd sem framkvæmdastjórn trúnaðarráðs í þeim málum. Auk þess að gera kjarasamninga og annast undirbúning þeirra var á fundinum ákveðið að kjaranefndin fái einnig til umfjöllunar og vinnslu þau mál sem félaginu berast og snerta túlkun og framkvæmd kjarasamninga. Má gera ráð fyrir nokkru álagi á nefndina af þeim ástæðum þegar í stað.

Formaður kjaranefndar mun kalla hana saman og hún skipta með sér verkefnum eftir aðstæðum.