Ferðamenn hvattir til að koma til Íslands árið 2014

skrifað 05. mar 2014
Landmannalaugar

Í The New York Times er farið yfir fimmtíu staði sem fólk ætti að heimsækja árið 2014. Þar er Ísland í þrítugasta sæti. Pergament skrifar að ríkisstjórn Íslands hafi í gegnum tíðina eytt gríðarlegum fjármunum í að vernda náttúru landsins og halda hennri óspilltri. Hinsvegar segir blaðamaðurinn stefnu stjórnvalda vera að hallast í aðra átt og hvetur ferðamenn til þess að heimsækja Ísland og skoða náttúruna áður en það verður of seint. Sjá nánar á visir.is