Gylfi Guðmundsson - andlát

skrifað 05. feb 2019
Gylfi Guðmundsson_

Gylfi Guðmundsson leiðsögumaður lést 28. janúar 2019. Gylfi fæddist 27. september 1932 í Reykjavík. Gylfi var rekstrarhagfræðingur að mennt og útskrifaðist árið 2002 frá Leiðsöguskóla Íslands við MK er hefðbundinni starfsævi lauk. Starfaði hann helst við leiðsögn þýskra ferðamanna sem og að vera virkur í starfi félagsins. Starfaði Gylfi meðal annars í löggildinganefnd félagsins til margra ára.

Útför Gylfa mun fara fram frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 6. febrúar og hefst athöfnin kl. 15.