,,Þjóðfundur" leiðsögumanna

skrifað 24. sep 2013
asbyrgi

Föstudaginn 27. september kl. 17 - stundvíslega - hefst hópvinnufundur Félags leiðsögumanna í fundarherbergi á 2. hæð Restaurant Reykjavík.
Fundurinn verður með ,,þjóðfundarfyrirkomulagi" undir styrkri stjórn Steingríms Sigurgeirssonar og Ástu Karenar Hólm, frá Capacent. Unnið verður með málefni sem á félagsmönnum brenna um þessar mundir og í nánustu framtíð, þeirra á meðal kjaramál en einnig málefni sem snerta ferðaþjónustuna í heild sinni = Tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri, hafa áhrif á komandi kjaraviðræður og efla starfsemi Félags leiðsögumanna. 

Að vinnufundi loknum færa félagsmenn sig í Koníaksstofuna þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Í þessu huggulega umhverfi gefst nú að sumartörninni lokinni kærkomið tækifæri til að rabba saman, kynnast betur - og síðast en ekki síst að efla góðan anda innan félagsins okkar.

Mætum öll en skráningu þarf að vera lokið ekki síðar en 25. september.
Skráning er á info@touristguide.is

Stjórn Félags leiðsögumanna