Reisubók Séra Ólafs Egilssonar

Reisubók

Sumarið 1627 gerðu sjóræningjar frá Algeirsborg og borginni Sale í Marokkó strandhögg á nokkrum stöðum á Íslandi, m.a. á Austfjörðum í Grindavík og í Vestmannaeyjum. Þeir drápu tugi manna og tóku tóku til fanga alltað 400 manns sem síðar voru seldir á þrælamörkuðum í Norður-Afríku. Þessi atburður er betur þekktur sem Tyrkjaránið, þótt fæstir sjóræningjanna væru Tyrkir. Ein besta heimild um þennan skelfilega atburð er Reisubók séra Ólafs Egilssonar, en hann var prestur í Vestmannaeyjum og var hertekinn ásamt konu sinni og ungum börnum. Sr. Ólafur komst til baka til Íslands ári eftir að honum var rænt og ritaði þá sína frægu Reisubók. Bókin er til í enskri þýðingu ásamt bréfum sem herleiddir Íslendingar sendu til Íslands og ber titilinn The Travels of Reverend Ólafur Egilsson. Útgefnadi er Saga Akademía.
Bókin kom einnig út í vandaðri akademískri útgáfu í Bandaríkjunum á síðasta ári (sjá: www.amazon.com).
Ómissandi bók fyrir leiðsögumenn sem vilja kynna sér Tyrkjaránið.

Sækja þarf bókinia á skrifstofu Félags leiðsögumanna eða láta vita að það eigi að senda hana.

Verð

1.500