Festi fyrir félagsskjöld og skírteini

Hálsmerki 1

Til að koma til móts við þá er síður vilja gata fatnað sinn með félagsnælunni er nú hægt að fá men/festingu fyrir félagsmerkið og skírteinið.
Um er að ræða ofna nælon festingu sem ætluð er til að hengja um hálsinn í keðju. Festingunni sem er bæði örugg og þægileg, er lokað yfir lás og pinna nælunnar með riflás og í hann festist einnig kortahaldari fyrir félasskírteinið eða t.d. nafnmerki leiðsögumanns frá ferðaskrifstofu.
Hægt er að lengja í kortahaldaranum til að bæta t.d. öðru merki við hálsmerkið eða fjarlægja vilji leiðsögumaður einungis bera félagsmerkið eitt sér.
Hengja má kortahaldarann (sem er í "standard" kortastærð) bæði lóðrétt eða lárétt neðan í merkið.

ATH !! Skjöldur er keyptir sér.


Verð

2.500