Félagsfundur FL - 16. febrúar 2017

skrifað 12. jan 2017
byrjar 16. feb 2017
 

Verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:00
Í aðalfundarsalnum að Stórhöfða 31 – gengið inn fyrir neðan hús.

Fundarefni Framtíðarsýn Félags leiðsögumanna

Starfsumhverfi leiðsögumanna hefur gjörbreyst á örskömmum tíma sem og ferðaþjónustan í heild sinni. Félagið þarf að bregðast við þessari þróun en hvernig og hvað þarf að gera?

Á fundinum verður kynnt heildarendurskoðun á lögum Félags leiðsögumanna, sem starfshópur á vegum félagsins hefur unnið að á síðustu mánuðum. Um er að ræða grundvallarbreytingu sen snerta aðild að félaginu, skipulag þess og verkefni, stjórnsýslu m.a. við gerð kjarasamninga o.fl. Farið verður yfir allar helstu breytingar, forsendur þeirra og áhrif en gert er ráð fyrir að frumvarp að lögunum verði lagt fyrir næsta aðalfund félagsins.

Fjölmennum á fundinn og tölum virkan þátt í því saman að móta og þróa félagið okkar til framtíðar.

Stjórnin