Aðalfundur 2018

skrifað 02. mar 2018
byrjar 12. apr 2018
 

Leiðsögn - félag leiðsögumanna heldur aðalfund sinn 12. april 2018.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf, þ.á m. lagabreytingar og kosning í stjórn og nefndir.

Tillögum um lagabreytingar skal skilað í síðasta lagi fimmtudaginn 29. mars 2018 og verða þær þá kynntar í fundarboði og á heimasíðu félagsins.

Á aðalfundi verður kosið um tvö sæti í stjórn, sem laus verða skv. lögum félagsins. Einnig verða kosnir sex fulltrúar í trúnaðarráðog jafnmargir til vara. Framboðsfrestur til þessara trúnaðarstarfa er til fimmtudagsins 5. apríl.

Tillögum um lagabreytingar og framboðum skal komið til skrifstofu félagsins Stórhöfða 25 fyrir þann tíma sem að framan greinir.