7.5.2019 Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Leiðsagnar 7. Maí 2019

Mætt voru: Pétur Gauti Valgeirsson, Þorsteinn Svavar McKinstry, Vilborg Anna Björnsdóttir, Helga Snævarr Kristjánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Óskar G. Kristjánsson og starfsmenn skrifstofu Valdimar Leó Harðarson og Donna Kristjana Peters.

Fundur var settur kl. 18

1. Fyrsta verk var að skipa í stöður stjórnar Varaformann, ritar og gjaldkera.
Stjórn samþykkir að fela fyrrum formanni Indriða H. Þorlákssyni varaformennsku, Sigríði Guðmundsdóttur stöðu ritara og Helgu Snævarr Kristjánsdóttur gjaldkerastöðu.

2. Nýkjörinn formaður Leiðsagnar ræddi auknar skyldur varaformanns fram á haust vegna anna hjá formanni á komandi sumarvertíð og var stjórn sammála um að létta undir með þeim í því verkefni.

3. Formaður og stjórn voru sammála um að reyna að koma á betra skipulagi við ákvörðun fundartíma og miðlun upplýsinga milli stjórnarmanna og starfsmanna félagsins með notkun snjallforrita og fundarboðunarforrita.

4. Vinnustaðaeftirlit.
Leiðsögn hefur átt í einhverju samstarfi við Eflingu um vinnustaðaeftirlit og mun formaður fyrir hönd stjórnar athuga hvar það er statt. Stjórn ákvað að fela framkvæmdastjóra að leiða undirbúning vinnustaðaeftirlits Leiðsagnar í samvinnu við ASÍ og Eflingu. Var einnig ákveðið að þeir Jakob S. Jónsson, Borgþór Kjærnested og Valdimar Leó Harðarson muni sitja vinnufund á vegum ASÍ þann 9-10. maí n.k. fyrir fulltrúa vinnustaðaeftirlits.

5. Kjarasamningar.
Formaður bar undir stjórn hvort endurnýja skyldi umboð kjaranefndar en stjórn var sammála um að of lítill tími væri til stefnu, enn væri ósamið, næsti fundur boðaður um miðjan mánuð, 14. maí og ekki tímabært né skilvirkt að skipta um fólk í brúnni. Var því ákveðið að endurnýja umboð kjaranefndar og trúnaðarráðs. Stjórn álítur að hægt miði í samingum og spurning hvort tímabært sé að huga að því að vísa samningum til sáttasamjara. Engin ákvörðun var þó tekin á þessum fundi.

6. Ýmis embætti.
Ákveðið var að skipa öryggisfulltrúa og er starfsvið hans að sinna öryggismálum og hagsmunamálum leiðsögumanna, sitja fundi opinberra aðila, nefnda og starfshópa. Stjórn samþykkir að fela Þorsteini Svavari McKinstry verkefnið.

7. Samkeppnismat OECD.
Leiðsögn barst nýverið erindi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað var eftir fundi með fulltrúum félagsin í sambandi við samkeppnismat OECD á Íslandi. Ætlunin er að skoða regluverk í ferðaþjónustu og byggingariðnaði með það að markmiði að koma auga á og ryðja úr vegi óréttlætanlegum samkeppnishindrunum. Samkeppnisstofnun er um þessar mundir að hitta fyrirtæki, samtök fyrirtækja og stofnanir til þess að átta sig betur á því regluverki sem gildir og til þess að gefa þeim sem undir regluverkinu starfa tækifæri til að koma að sínum sjónarmiðum og var óskað eftir framlagi Leiðsagnar. Stjórn samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra fara til fundar við fulltrúa OECD.

8. Stjórn og starfsmenn ræddu aðeins verkefni félagsins og verkferla og var starfsmönnum skrifstofunnar, falið að útbúa lista yfir verkefni, samstarfsaðila og einnig að vinna við og útbúa skýra verkferla fyrir starfsmenn, stjórn og nefndarmenn í samráði við stjórn.

9. Stjórn samþykkir og undirritað umboð fyrir framkvæmdastjora til upplýsingaöflunar fyrir sjúkrasjóð og endurmenntunarsjóð.

10. Friðlýsing Látrabjargs
Stjórn samþykkir að senda umsögn til Umhverfisstofnunar og að hún fagni tillögu að friðlýsingu.

11. Sýnileiki leiðsögumanna og ímyndarmál. PR mál
Stjórn samþykkir að fara í hugmyndavinnu áður en leitað verður til almannatengils til að vinna frekar að ímyndarmálum leiðsögumanna og leit leiða til að styrkja stöðu leiðsögumanna innan íslenskrar ferðaþjónustu.

12. Félagsskírteini, stöðuskýrsla.
Vilborg Anna hefur umsjón með vinnu við stéttarfélagsskírteini Leiðsagnar og verða skírteini væntanlega tilbúin innan skamms.

13. Útskrift úr leiðsögunámi, viðvera Leiðsagnar
Þorsteinn Svavar fer á vegum Leiðsagnar til Akureyrar, Endurmennt og Pétur Gauti og Vilborg Anna á útskrift Leiðsöguskólans í Kópavogi.

14. Önnur mál
Sigurður Albert sendi stjórn bréf þar sem hann lýsir megnri óánægju yfir framkomu sumra fundarmanna í sinn garð á aðalfundi Leiðsagnar. Bréfið var einnig sent til ASÍ. Bréfið barst stjórn ekki í tæka tíð til að efnisleg yfirferð væri möguleg á stjórnarfundi og mun stjórn svara honum við fyrsta tækifæri.

Fundi var lokið 19:30
Fundarritari var Sigríður Guðmundsdóttir