5.3.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 5.mars 2019
Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Mættir: IHÞ, ÞSM, og PGV.

1. Lýsa – rokkhátíð.
Erindi frá ASÍ. Hét áður “Fundur fólksins”. Verður haldið á Akureyri 6.-7. september. Senda fyrirspurn á ASÍ um hvort hver sem er geti mætt fyrir hönd félagsins eða hvort þetta sé stílað á einhvern ákveðinn hóp. Er eitt gjald sama hversu margir mæta fyrir hönd félagsins? Senda síðan á stjórnina og embættismenn félagsins og athuga hvort þau hafi áhuga á að fara.

2. Greiðsla fyrir fundarstjórnun á málþingi HH.
Kölluð inn með stuttum fyrirvara til að stýra málþingi í nóvember. Samþykkt að greiða henni 25.000kr.

3. Áform um friðlýsingu -erindi frá Umhverfisstofnun
Svara með almennri yfirlýsingu og leggja áherslu á; aðgang, verndun, friðun og nýting. Stefna félagsins er í þessa veru að friðlýsa nátturuminjar, en tryggja landvörslu og aðgengi.

4. Haustferð -önnur forkönnun
Erindi frá Tryggva í Fræðslunefnd. Vegna mikils áhuga er lagt til að farnar verði tvær ferðir; 25.-26. sept og 28.-29. sept. Nauðsynlegt er að merkja ferðirnar t.d. með A og B.

5. Bréf frá Fagdeild Leiðsagnar
Farið yfir erindi frá stjórn fagdeildar Leiðsagnar. IHÞ svarar erindinu.

6. Fyrirspurn um áhrif vegna verkfalla annara
Réttur fastráðinna er samkvæmt kjarasamningi. Þeir halda sínum launum svo fremi að ekki verið sett “verkbann” á þá.

Verkefna- og ferðaráðnir klára þær ferðir sem eru hafnar og fá laun fyrir.

Fundi slitið.