28.5.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Leiðsagnar 28. maí 2019
Fundur settur kl. 10

Mættir: Pétur Gauti Valgeirsson, Þorsteinn Svavar McKinstry, Vilborg Anna Björnsdóttir, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Óskar G. Kristjánsson

1.Skrifstofan
Félögum í Leiðsögn hefur fjölgað og starfsemin aukist. Ákveðið að mæta auknu álagi með að bjóða framkvæmdastjóra 75 % starf í stað 50%. Skerpa þarf á verkaskiptingu á skrifstofu og var samþykkt að biðja starfsmenn að yfirfara starfslýsingar sínar og koma með tillögu að fyrirkomulagi. Þá var ákveðið að fela framkvæmdarstjóra að skoða tæknilega möguleika á því að tengja og samkeyra félagaskrá við aðrar skrár t.d.bókhaldskerfi eða upplýsingar frá Almenna lífeyrissjóðnum þegar greiða þarf úr sjúkrasjóðum eða annað. Þetta gæti aukið skilvirkni og sparað vinnustundir.

2. Kæra vegna aðalfundar og svar ASÍ.
Í kæru sem barst félaginu er m.a. efast um lögmæti aðalfundar Leiðsagnar í apríl. Kærandi sendi erindi sitt einnig send til ASÍ sem hefur svarað en kveðst ekki geta tekið afstöðu til lögmæti fundar. Afstaða stjórnar Leiðsagnar er að aðalfundur hafi verið löglegur. Ákveðið var að kalla eftir umsögn / greinagerð frá nafngreindum aðilum í kærunni og æskja eftir svari innan sex vikna. Stjórn mun svo taka málið aftur fyrir á fundi þegar þau svör hafa borist.

3.Kjaramál.
Lítið hefur þokast í samningamálum. Stjórn samþykkti að biðja trúnaðarráð um að veita viðræðunefnd heimild til að vísa samningum til ríkissáttasemjara. Ekki var tekin ákvörðun um hvort nýta eigi þá heimild ef hún verður veitt.

4. Þingvallaþjóðgarður.
Stjórn sendi inn umsögn vegna frumvarps til breytinga á lögum um Þingvallarþjóðgarð. Frumvarpið verður líklega ekki tekið til umfjöllunar fyrir sumarfrí Alþingis.

5. Miðhálendisþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna í atvinnustefnu þjóðgarðsins. Áhugi er á að fá að fylgjast með starfinu og leggja fram álit og umsögn Leiðsagnar.

6. Stéttarfélagskort.
Leiðsögn hefur keypt kortaprentara og getur séð um gerð kortanna á hagkvæman hátt. Hönnun kortanna var samþykkt einróma. Kortin eru einföld, með lógó, nafni og ljósmynd. Skoða á að hafa stéttarfélaganúmer á korti fremur en kennitölu. Stéttarfélaganúmer mætti einnig nýta til að halda utan um önnur mál. Þá var samþykkt að fela framkvæmdastjóra að skoða að láta setja upp vefgátt á vef Leiðsagnar þannig að félagsmenn geti hlaðið upp ljósmynd og öðrum upplýsingum til að auðvelda vinnu við gerð kortanna. Einnig þarf að hefja vinnu við að endurgera fagdeildarkort.

7. Sjúkrasjóður.
Fyrirliggjandi umsóknir verða teknar fyrir á sérstökum fundi síðar í vikunni.

8. Önnur mál
Samþykkt að skrifstofan verði lokuð í tvær vikur í sumar í stað þess að ráða afleysingarstarfsmann. Brýnum erindum félagsmanna verður sinnt.

Fundi slitið kl. 12.
Fundarritari SHE