28.1.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 28. Janúar 2019 Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Mættir: Indriði, Þorsteinn, Helga og Pétur Gauti. Valdimar.

1. Ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra
Starfslýsing framkvæmdastjóra lögð fyrir stjórn. Almennt rætt um starfssvið framkvæmdastjóra. Rætt um umsjón með fjármál, bókhald og ársreikninga. Rætt að álag og verkefni á skrifstofu Leiðsagnar hefur aukist vegna aukinna fjölda félaga og þarf að athuga hvort starfsmannahlutfall á skrifstofu dugi til. Framkvæmdastjóri beðinn að kanna stöðu félagsins varðandi fjármögnun á starfskrafti.
Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra og starfslýsing staðfest. Formanni falið að ganga frá ráðningarsamningi.

2. Haustferð
Undirbúningur að haustferð með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi um Norðurgosbeltið 28. Til 29. September 2019. Leiðsögn greiðir rútukostnað. Samþykkt að halda skipulagningu áfram og að forkönnun um þáttöku félagsmanna.

3. Öryggi og gæði í íslenskri ferðaþjónustu
Löggilding á starfsheiti leiðsögumanna er ekki inni í myndinni hjá ráðherra. Rætt að vinna í því að fá Þjóðgarða að lokuðu svæði þar sem hópar fara eingöngu um svæðið í fylgd fagmenntaðs leiðsögumanns.

4. Álagning skatta til ASÍ
Áætlun um greiðslu lagður fyrir.

5. Beiðni um niðurfellingu árgjalds
Félagsmaður óskar eftir að fá niðurfellingu árgjalds til þriggja ára á þeim forsendum að hún tók að sér fundarstjórn á morgunfundi. Málinu frestað.

6. Kjarasamningsviðræður
Trúnaðarráði kynnt tillögur af vinnufundi þar lagðar voru fram hugmyndir um lengingu dagvinnutímabils frá kl. 7-19 og fækkun lágmarkstímafjölda í 3 klst.

7. Bókhald og tölvukaup.
Hugmyndir um róttækar breyitngar á bókhaldsmálum. Varðandi bókanir að skjölun og fá til þess bókara. Rætt hvort félagið komi sér upp nýju bókhaldskerfi. Möguleiki að kaupa aðgang að bókhaldskerfi, sem er sérhæft fyrir stéttarfélög. Um er að ræða kerfi sem lífeyrissjóðir nota og myndi því einfalda alla upplýsingaöflun. Bókhald yrði ódýrara.
Umrætt kerfi, DK hugbúnaður bíður upp á netþjónustu. Hægt er að vista gögn á skýi eða á tölvu á skrifstofu. Kaup á tölvu rædd.
Samþykkt að halda verkefninu áfram og að skrifstofa fái tilboð í tölvu.

10. Verklagsreglur kjaranefndar
Kjaranefnd er undirnefnd trúnaðarráðs. Efnislega liggja ekki fyrir verklagsreglur. Rætt að kjaranefnd leggi fram hugmyndir að verklagsreglum. Stjórn hefur ekkert við slíkar hugmyndir að athuga en gerir kröfu um fundargerðir frá kjaranefnd.

11. Eldri mál AV.
Leiðsögumenn í jöklaleiðsögn. AV greiddi jafnaðarkaup og reiknar húsnæði og fæði sem hluta af launakjörum. AV er að breyta samningum og fella niður greiðslur vegna gistingu og fæðis. Félagið er að vinna að því að reikna út vangoldin laun fyrir um 20 manna hóp leiðsögumanna AV.
Lögfræðingur er að skoða þessi mál.

12. Undirbúningur aðalfundar
Lagt til að stjórn undirbúi sig fyrir stjórnarkjör og skipi uppstillinganefnd.
Rætt um að skipa undirbúningshóp fyrir aðalfund.
Rætt um að að skipa hóp sem fer yfir hugsanlegar lagabreytingar.

Fundi slitið.