22.4.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 23. apríl 2019, kl. 11

Mætt: Indriði H. Þorláksson, Þorsteinn Svavar McKinstry, Pétur Gauti Valgeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson.

1. Samstarf Leiðsagnar og Savetravel, Jónas Guðmundsson
o Jónas Guðmundsson kom á fund Leiðsagnar á vegum Safetravel til að kanna áhuga félagsins á formlegu samstarfi um tilkynningagátt Safetravel og upplýsingagjöf starfandi leiðsögumanna í því verkefni. Þorsteini er falið að vinna fyrir hönd stjórnar Leiðsagnar í samráði við Safetravel um framgang, framkvæmd og aðkomu leiðsögumanna að verkefninu.

2. Aðalfundur 2019
o Ýmis praktísk mál, s.s fundarstjórn, fundarritun, talningamenn, veitingar og fundargögn, rædd og tekin ákvörðun um framkvæmd þeirra og hverjir gegni hvaða verkum.
o Skýrslur stjórnar, gjaldkera og nefnda.
1. Formaður undirbýr skýrslu stjórnar og nefnda.
o Lagabreytingar. Eftirfarandi lagabreytingar verða lagðar fyrir Aðalfund til samþykktar eða synjunar:

Breytingar á lögum Leiðsagnar / Tillögur til aðalfundar 2019

I. Þriðja málsgrein 3ju greinar orðist svo:
Þeir sem hafa verið félagsmenn óslitið í 3 ár áður en þeir láta af störfum við leiðsögn geta verið félagsmenn áfram gegn greiðslu lágmarksfélagsgjalds skv. 6. gr. og átt aðild að fagdeildum félagsins gegn greiðslu fagdeildargjaldsins. Þeir eru án atkvæðisréttar um kjarasamninga. Fagdeildargjaldið má lækka um helming þegar félagsmaður nær 67 ára aldri.

II Fyrri málsgrein 12. greinar verði svohljóðandi:
Stjórn félagsins skal skipuð sjö aðalmönnum, formanni og sex öðrum, auk tveggja varamanna, kosnum á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn, en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára - tveir í senn. Varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórn kýs félaginu varaformann, ritara og gjaldkera á fyrsta fundi eftir aðalfund.

III. 18. grein verði svohljóðandi:
18. gr. Fastanefndir
Innan félagsins starfa tvær fastanefndir, fræðslu- og kynninganefnd og fagráð, hvor skipuð fimm félagsmönnum. Einn nefndarmaður skal tilnefndur af stjórn fjórir skulu kosnir til tveggja ára í senn á aðalfundi. Nefndirnar kjósa sér formann og skipta með sér verkum.

Fræðslu- og kynninganefnd annast fræðslustarfsemi fyrir leiðsögumenn, efnir til fræðslufunda og kynnisferða fyrir þá og birtir fræðsluefni og hagnýtar upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Fagráð vinnur að stefnumótun í menntunar- og réttindamálum leiðsögumanna og kemur afstöðu félagsins í þeim á framfæri. Það annast samstarf við skóla sem kenna leiðsögn ferðamanna, annast skipulagningu námskeiða fyrir félagsmenn og fer með málefni sem varða starfsþjálfun og hefur umsjón með raunfærnimati.

Nefndir þessar starfa í nánu samstarfi við stjórn Leiðsagnar og skilar henni yfirliti yfir starf sitt svo oft sem þurfa þykir.

Ákvæði til bráðabirgða: Fyrst skal kosið skv. grein þessari á aðalfundi 2019 og skulu þá kosnir tveir fulltrúar til eins árs og tveir til tveggja ára.

IV. Á 22. grein verði þessi breyting:
Í 6. tölulið komi orðið fastanefndir í stað orðanna “fræðslu- og skólanefnd”

V. Þriðja málsgrein 29. greinar verði svohljóðandi:

Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga skulu þær hljóta samþykki 2/3 hluta gildra atkvæða.

3. Kosning í stjórn og nefndir ef lagabreytingar verða samþykktar.
o Stjórn samþykkir að leggja fram lagabreytingu um að til viðbótar við sjö manna stjórn skuli kosnir tveir varamenn til eins ár í senn sbr. undanfarandi lagatexta og var gerð grein fyrir nokkrum framboðum sem borist hafa stjórn og skrifstofu fyrir auglýstan framboðsfrest 22. Apríl. Einnig er heimilt að koma með framboð á aðalfundi.

o Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, lýsir því yfir að hann mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku, en mun gefa kost á sér til stjórnarsetu. Pétur Gauti Valgeirsson, sem nú situr í stjórn gefur kost á sér til formennsku.

4. Gerð félagsskírteina, spurningar frá Vilborgu Önnu.
o Ýmsar tillögur um form og fyrirkomulag félagsskírteini ræddar og vísað aftur til Vilborgar Önnu.

5. Samskipti við Samgöngustofu.
o Meirihluti stjórnar telur brýnt að Leiðsögn taki formlega þátt í samráðsvettvangi þeim sem Samgöngustofa leiðir um öryggi í hópbifreiðum og beinir því til komandi stjórnar að fylgja því samstarfi eftir.

6. Bréf formanns Fagdeildar um almenna Leiðsögn
o Stjórn felur formanni að svara bréfi formanns Fagdeildar.

7. Samstarf við VR um leiðréttingu félagaskráningar, drög að samkomulagi
o Stjórn samþykkir að vinnu við þetta samkomulag haldi áfram.

8. Bréf til Samkeppniseftirlits vegna AA, kynning
o Greint frá bréfi formanns til Samkeppniseftirlitsins.

9. Að gera Leiðsögn sýnilegri
o Fráfarandi stjórn leggur til að nýkjörin stjórn skipi starfshóp sem skipuleggi ímyndarherferð Leiðsagnar og leiðsögumanna.

Fundi lauk kl. 13:22

Fundarritari Sigríður Guðmundsdóttir