19.9.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Leiðsagnar, fimmtudag 19.9.2019, kl. 16:00 á skrifstofu félagsins

Mættir eru: Pétur Gauti Valgeirsson, Indriði H. Þorláksson, Guðný Margrét Emilsdóttir, Óskar Kristjánsson, Sigríður Guðmundsdóttir.

1. Launakjör formanns. Framkvæmdastjóra og formanni falið að athuga hver launakjör formanna stéttarfélaga eru almennt og mun það haft til hliðsjónar þegar meta skal vinnuframlag og laun formanns í framhaldi af því.

2. Ráðning nýs starfsmanns á skrifstofu. Framkvæmdastjóri félagsins hefur málið með höndum.

3. Starfslok skrifstofustjóra. Stjórn samþykkir að formaður gangi frá starfslokasamningi við skrifstofustjóra.

4. Samstarfið við EHÍ. Endurmenntun hefur um árabil haldið námskeið í samstarfi við Leiðsögn, nú er svo komið að þáttaka er mjög lítil af hálfu félagsmanna. Stjórn þarf að taka afstöðu til framhalds slíkra námskeiða með tilliti fjármuna.

5. Þingmál, friðlýsingar og fleira. Stjórn þarf að setja sér verklagsreglur og rammabréf til að afgreiðsla slíkra umsagna sé skilvirkari.

6. Verklagsreglur kjaranefndar. Ritstjórn gæðahandbókar Leiðsagnar tekur að sér að vinna með þessar verklagsreglur og fleiri.

7. Vinnustaðaeftirlit. Félagið þarf að tilnefna fulltrúa af sinni hálfu til að kynna sér verklag vinnustaðaeftirlits og til að fara með öðrum verkalýðsfélögum í vettvangsrannsóknir, með það að augnamiði að undirbúa skipulegt vinnustaðaeftirlit af hálfu félagsins.

8. Arcanum Mountain Guides – Samstarfsnefnd um kjarasamninga fundar um þau mál.

9. Kynnisferðir. Ágreiningur hefur verið um útreikninga afturvirkrar launaleiðréttingar samkv. nýjustu samingum Leiðsagnar.

10. Road Scholar og fleiri útlensk fyrirtæki. Leiðsögn þarf að bregðast við vaxandi tilhneigingu erlendra ferðaskrifstofa til að ráða inn aðsenda starfsmenn í störf leiðsögumanna á Íslandi.

11. Landsbjörg – Leiðsögn stefnir að því að styrkja samstarf sitt við Landsbjörgu. Formaður hefur þegar átt fund með fulltrúum Landsbjargar

12. Önnur mál.

Fundi lokið klukkan 18:25

Fundarritari var Sigríður Guðmundsdóttir