19.2.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 19. Febrúar 2019, kl. 16:00
Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Mættir eru: Indriði Haukur, Pétur Gauti, Þorsteinn Svavar, Helga Snævarr og Sigríður.

Dagskrá
1. Haustferð á norðuland eystra
Samþykkt að stefna að því að farið verði í tvær haustferðir þar sem augljóst er að fjöldi áhugasamra félagsmanna er langt umfram upphaflega áætlaðan fjölda. Nánari útfærsla er falin stjórn og skrifstofu.

2. Alþjóðadagur leiðsögumanna
Tvær greinar verða væntanlega birtar í Fréttablaðinu, ein frá formanni og önnur frá almennum félagsmönnum. Fræðslufundur verður í húsnæði félagsins um kvöldið.
Stefnt er að því að félagsmenn hittist á næstunni til óformlegs skrafs og ráðagerða um málefni félagsins. Dagsetning og staður verður tilkynnt síðar.

3. Atvinnustefna fyrir Vatnajökulsþjóðgar
Vatnajökulsþjóðgarður verður með samráðsfundi um atvinnustefnu þjóðgarðsins, í Reykjavík og einnig á starfssvæðum þjóðgarðsins. Stjórn hvetur félagsmenn til að mæta á þessa fundi hvort heldur í Reykjavík eða heima í héraði. Dagskrá fundanna verður birt á heimasíðu Leiðsagnar.

4. Stjórn ræddi um framgang vinnustaðaeftirlits, erlenda hópstjóra og einnig um félagsleg undirboð.
Stjórn telur nauðsynlegt að leggja í vinnu við að skrá og ná utan um umfang félagslegra undirboða á landinu. Spurning um að koma upp á heimasíðunni leið fyrir félagsmenn að tilkynna félaginu um þau tilvik um félagsleg undirboð sem þeir verða varir við.

Fundi slitið klukkan 17:30
Fundarritari Sigríður Guðmundsdóttir