19.11.2019 -Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Leiðsagnar 19. nóv. 2019

Mætt voru: Pétur Gauti Valdimarsson, Guðný Margrét Emilsdóttir, Helga Snævarr Kristjánsdóttir, Þorsteinn Svavar McKinstry, Indriði H. Þorláksson, Óskar Kristjánsson, Sigríður Guðmundsdóttir

Fundurinn hófst kl. 12:10

1. Fundur með forsætisráðherra Framkvæmdastjóri Leiðsagnar greindi frá fundi með forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur 7. nóvember s.l. Rædd voru helstu stefnumál félagsins, menntun leiðsögumanna, náttúruvernd, öryggismál, leiðsögn innan þjóðgarða og gæðamál. Tók ráðherra erindi Leiðsagnar vel og telur stjórn að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og undirtektir ráðherra jákvæðar.

2. Kæra Sigurðar Alberts Ármannssonar Vilborg, Sigríður og Guðný Margrét viku af fundi er tekin var fyrir kæra Sigurðar Alberts Ármannssonar.

Samþykkt var að vísa drögum að svarbréfi stjórnar við kæru Sigurðar Alberts Ármannssonar út af síðasta aðalfundi til þáverandi formanns, Indriða H. Þorlákssonar.

3. Vinnustaðaeftirlit Að beiðni Leiðsagnar og í samstarfi við ASÍ sendi félagið fulltrúa úr stjórn í vinnustaðaeftirlit á Suðurlandi undir stjórn Hjalta Tómassonar hjá Bárunni og Kolbrúnar Erlendsdóttur hjá VR á Suðurlandi. Tilgangurinn var að kynna sér framkvæmd vinnustaðaeftirlits og fékk stjórn munnlega skýrslu um ferðina.

Var framkvæmdastjóra falið að leitast eftir að gera samning við Báruna á Suðurlandi um samstarf Leiðsagnar og Bárunnar um vinnustaðaeftirlit á Suðurlandi.

4. Launakjör formanns Stjórn samþykkti að breyta fyrirkomulagi á launakjörum formanns og borga honum 25% af launum framkvæmdastjóra fyrir vinnuframlag hans. Þessi breyting er tímabundin fram að aðalfundi á vordögum.

5. Tölvumál Leiðsagnar og heimasíða Lögð hefur verið áhersla á að uppfæra töluvmál og bókhaldskerfi félagsins og heimasíðu Leiðsagnar. Óskar Kristjánsson hefur gengið í það verkefni í tímabundinni ráðningu meðan því verður siglt í höfn. Unnið hefur verið að því að uppfæra og nútímavæða tölvukerfi og allar gáttir fyrir skilagreinar o.s.frv. Verið er að uppfæra heimasíðu Leiðsagnar, umgjörð, innri og ytri vef félagsins.

6. Meiðyrðamál Stjórn Leiðsagnar barst erindi frá fyrrverandi stjórnarmanni, þar sem hann fer fram á lögfræðiaðstoð félagsins. Meiðyrðakæran gegn honum eru vegna orða sem voru látin voru falla í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut árið 2016.

Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri verði í sambandi við lögræðinga félagsins hjá Lagastoð og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

7. Kínverska fagdeildin og kínverskumælandi leiðsögumenn á Íslandi Tekin hefur verið ákvörðun um að kínverska fagdeildin skilji sig frá Leiðsögn og mun því fagdeild kínverskumælandi leiðsögumanna verða lögð niður innan Leiðsagnar. Í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að Leiðsögn byði kínverskumælandi leiðsögumönnum á Íslandi til fræðslu- og kynningarfundar miðvikudaginn 20. nóv. um Stéttarfélagið Leiðsögn og hvert hlutverk stéttarfélaga sé.

Formaður, framkvæmdastjóri og fulltrúar stjórnar voru á fundinum og sá félagið einnig fyrir því að túlkur væri á staðnum.

8. Trúnaðarráðsfundur Stefnt er að því að boða trúnaðarráð Leiðsagnar saman um eða eftir n.k. mánaðamót og mun formaður senda út boð þess efnis.

9. Lögræðileg aðstoð Leiðsögn hefur borist erindi og ósk félagsmanns um lögfræðilega aðstoð við að sækja rétt sinn vegna innheimtu veikindarétts í framhaldi af vinnutengdu slysi. Stjórn Leiðsagnar samþykkir að veita félagsmanni aðstoð við að fylgja eftir kæru.

Fundi var lokið kl. 14:30 Fundarritari