13.08.2019 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 13. ágúst 2019 Fundur hófst kl. 18:10 Mættir eru: Guðný Margrét Emilsdóttir, Pétur Gauti Valgeirsson, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Vilborg Anna Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Valdimar Leó Harðarssson. 1. Bréf frá Leiðsögn til SA og SAF. Valdimar Leó og Pétur Gauti lögðu drög að bréfi fyrir stjórn sem samþykkt var að senda á SAF og SA. Bréfið verður síðan birt á heimasíðu Leiðsagnar. 2. Verkferlar kjaranefndar. Sjórn hafa borist tillögur um verkferla fyrir núverandi og væntanlega tilvonandi kjaranefndir. Ekki var tekin afstaða til þessara hugmynda á fundinum. 3. Stjórn skipaði samstarfsnefnd kjarasamninga og munu formaður og framkvæmdastjóri sitja þar sem fastamenn og síðan þriðji maður koma að eftir því hvaða málefni er verið að ræða og um hvaða kjarasamningsatriði og fyrirtæki eiga í hlut. 4. Kærubréf til stjórnar frá Sigurði Albert Alfreðssonar. Stjórn mun taka formlega afstöðu til málsins snemma í haust þegar að öll ansdvör hafa borist. 5. Unnið verður áfram að því að ganga frá lausum endum í núverandi kjarasamningum. 6. Stjórn gefur framkvæmdstjóra formlegt umboð til að undirrita samninga um orlofsreikninga félagsmanna Leiðsagnar. Fundi lokið kl. 19:25 Fundarritari var Sigríður Guðmundsdóttir