7.6.2018 - Stjórnarfundur

Leiðsögn Stjórnarfundur
7. 6. 2018 kl. 11:00 - 12:30
Stórhöfða 25

Mættir: Indriði, Sigríður, Rósa Margrét og Vilborg.

1. Sjúkrasjóður
Fimm umsóknir teknar fyrir, samþykktar og afgreiddar. Ein umsókn í endurmenntunarsjóð tekin fyrir, samþykkt og afgreidd.

2. Húsnæðismál
Húsnæðissamningur Leiðsgnar að Stórhöfða 25 endurnýjaður til eins árs.

3. Notkunarreglur fyrir merki félagsins og fagdeilda
Stjórn vinnur að því að setja sér reglur um notkun nýs merkis Leiðsagnar og telur einnig þörf á því að einstakar fagdeildir setji sér sínar reglur um notkun sinna merkja og vinnureglur þar um. Hefur stjórn ekki umsögn þar um, umfram þau tilmæli að regur um notkun séu málefnalegar og byggi á rökum.

4. Staðlaráð, CEN, staðallinn
Staðlaráð svaraði erindi formann stjórnar og tjáði honum að það væri ekki á verksviði Staðlaráðs að taka afstöðu til hugsanlegra breytinga á staðlinum og því gæti það ekki tekið formlega afstöðu til umsagnar Leiðsagnar, né gert hana að sinni.

5. Erlendir ferðaþjónustuaðilar
Stjórn Leiðsagnar hefur lagt til stofnun samráðs á milli Samgöngustofu, Vinnumálastofu, Ríkisskattsjóra, Ferðamálastofu, SAF og Leiðsagnar til að kannna umsvif og eðli starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila í íslenskri ferðaþjónustu. Vinnan er á viðræðustigi og ekki komið neitt formlegt samkomulag þar um.

6. Væntanleg skýrsla starfshóps um menntun leiðsögumanna.
Stjórn Leiðsagnar verður kynnt skýrslan á fundi í næstu viku.

7. Kjarasamningamál
Formaður Leiðsagnar og stjórn hafa unnið undirbúningsvinnu fyrir fund nýs trúnaðarráðs sem skal haldinn nú sem allra fyrst.

8. Önnur mál
Félaginu hafa borist beiðnir um að fá afnot af húsnæði félagsins fyrir fundi nefnda og einstakra félagsmanna. Stjórn telur nauðsynlegt að undirbúa slíkan aðgang og tryggja hvorutveggja öryggi trúnaðargagna félagsins og einnig skýrar umgegnis- og vinnureglur áður en slíkt kemur til álita.

9. Lagastoð – Stjórn vinnur að því að ganga frá skilmálum um samstarf um lögfræðiráðgjöf og hugsanlegan málarekstur fyrir félagsmenn samkvæmt nánari ákvörðun hverju sinni.

Fundi var lokið 12:30
Fundarritari: Sigríður Guðmundsdóttir