24.5.2018 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 24. maí 2018, kl. 10:00

Mættir: Indriði, Þorsteinn, Sigríður, Rósa Margrét og Helga.

1. Rætt um hugsanlega samning við Lagastoð hf., formanni falið að vinna frekar úr tillögum um samstarf.

2. Stjórn ræddi áfram ýmis mál sem koma upp varðandi starfsemi erlendra ferðaskriftofa og erlendra leiðsögumanna á Íslandi.

Stjórn Leiðsagnar vill undirbúa samstarf við opinbera aðila og félagasaamtök er málið varðar, s.s. Alþýðusambandið, Samgöngustofu, Ferðamálastofu og Vinnumálastofnun.

Stjórn telur mikilvægt að kortleggja stöðuna á íslenskum vinnumarkaði, skrá og skoða reglur og athuga með úrbætur. Frumvarp um atvinnuréttindi útlendinga er til bóta, en nauðsynlegt er að berjast fyrir því að inn komi skýr ákvæði um að erlend fyrirtæki sem stunda starfsemi hér séu skráningarskyld – hafi ferðaskipuleggjendaleyfi. Einnig er mikilvægt að tryggja að starfsemi erlendra starfsmanna hérlendis falli undir íslenska vinnulöggjöf. Fyrirtækin séu bundin af þeim reglum sem gilda um innlenda starfsmenn til að tryggja réttláta samkeppnisstöðu.

3. Ráðstefna FEG. Umsókn um ferðastyrk. Leiðsögn er ekki í stakk búin að taka þátt í ferða- og ráðstefnukostnaði umfram hefðbundinn endurmenntunarstyrk.

4. Tvær sjúkrasjóðsumsagnir samþykktar og afgreiddar.

Fundi lokið kl. 11:20
Fundarritari: Sigríður Guðmundsdóttir