24.4.2018 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 24. apríl 2018, kl. 10:10

Mættir: Indriði, Vilborg, Pétur Gauti, Þorsteinn, Sigríður. Rósa Margrét og Helga boðuðu forföll.

1. Kosning í stöður. Vilborg kosin varaformaður, Sigríður kosin ritari og kosningu gjaldkera frestað til næsta fundar.

2. Stjórn ákveði tíma og fundarstað fyrir stofnfund fagdeildar almennrar leiðsagnar og kalli eftir vinnu að undirbúningi fyrir stofnun fagdeildar einyrkja.

3. Upp hefur komið fyrirspurn frá mandarínmælandi leiðsögumönnum um að verða félagar í Leiðsögn. Stjórnin ræddi málið og samþykkti að taka það mál á næsta stig.

4. Boða þarf fund í fulltrúaráði til að ræða undirbúning vinnu við kjaramál og kjósa í kjaranefnd.

5. Samþykkt var að senda fulltrúa frá félaginu á kjarasamningsnámsstefnu Ríkissáttasemjara, jafnframt skal kanna hvort fleiri hafa áhuga á að taka þátt.

6. Stjórn vinni að umsögn um þingmál tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.

7. Undirbúningur „Ferðamálaáætlunar 2020-2025“. Leiðsögn vill leggja áherslu á náttúrvernd, tryggja framtíðargrunn ferðaþjónustunnar, öryggi, gæði ferðaþjónstu og neytendavernd. Stjórn samþykkir að vinna að þessu.

8. Stjórn samþykkir að skoða lög og námskeið fyrir endurmenntun meiraprófs ökumanna, með tilliti til aðkomu félagsins og endurmenntunarsjóðs.

9. Áframhaldandi vinna vegna vanefnda ákveðins fyrirtækis gagnvart starfsmönnum. Þessi mál eru komin í farveg.

10. Formaður leggur til breytingar á greiðslu fyrir trúnaðarstörf á vegum félagsins og sendir stjórn tillögu þess efnis.

11. Formaður leggur til stofnunar starfshóps til að vinna að fjölgun aðildarfélaga Leiðsagnar.

12. Merki Stéttarfélags leiðsögumanna, Leiðsagnar, áframhaldandi vinna við að útbúa það til notkunar félagsins.

Fundi var lokið 12:15
Fundarritari: Sigríður Guðmundsdóttir