2.5.2018 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 2. maí 2018, kl. 10:00

Mættir: Indriði, Vilborg, Pétur Gauti, Þorsteinn, Sigríður. Rósa Margrét og Helga.
Fyrsti fundur með fullskipaðri nýrri stjórn.

1. Fyrsta mál á dagskrá er enskt nafn Leiðsagnar á ensku. Samþykkt var að hafa það: Leiðsögn, Tourist Guide Union.

2. Kosning gjaldkera. Helga Snævarr Kristjánsdóttir var kosin.

3. Ákveðin var dagsetning fyrir stofnfund Fagdeildar almennrar leiðsagnar, 18. maí.

4. Erindi mandarínmælandi leiðsögumanna sem tekið var til umræðu á síðasta fundi. Greint var frá að viðkomandi leiðsögumenn hæfu greiðslur í stéttarfélagið Leiðsögn.

5. Kjarasamningamál. Boða þarf til fundar í trúnaðarráði og mun formaður finna dagsetningu við hæfi sem flestra. Rætt var um breytingar á kjaranefnd og fyrirkomulag viðræðna um kjarasamninga á komandi hausti.

6. Umsagnir um þingmál og Ferðamálaáætlun Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, ATNÝ. Verða birtar á vef Alþingis og heimsíðu Leiðsagnar.
a. Frumvarp um atvinnuréttindi erlendra starfsmanna o.fl. Mál nr. 468.
b. Frumvarp til laga um Ferðamálastofu. Mál nr. 485.
c. Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 – 2029. Mál nr. 479.
d. Undirbúningur “Ferðamálaáætlunar 2020 - 2025” Umsögn til ATNÝ.

7. Tillögur formanns um breytingar á greiðslu fyrir trúnaðarstörf á vegum félagsins samþykktar.

8. Settur af stað starfshópur til að kortleggja fjölgun erlendra hópstjóra á Íslandi undir leiðsögn Helgu.

9. Endurmenntunarnámskeið fyrir ökuleiðsögumenn. Verður skoðað.

10. Sjúkrasjóðsumsóknir. Þrjár umsóknir samþykktar.

11. Aðildarmál og fjölgun félaga. Mikilvægt að Leiðsögn fylgi eftir samningshlítni og kanni hvert starfandi leiðsögumenn borga félagsgjöld. Leiðsögn vill stofna starfshóp til að kortleggja málið.

Fundi lokið kl. 12:19
Fundarritari: Sigríður Guðmundsdóttir