19.12.2018 - Stjórnarfundur

Leiðsögn - Stjórnarfundur 19.12.2018 kl. 14:00 Stórhöfða 25

Mættir: Indriði, Þorsteinn, Sigríður og Valdimar

Dagskrá:

l. Fjallað um 24 umsóknir úr Sjúkrasjóði og þær afgreiddar. Þrjár umsóknir um framlög úr Endurmenntunarsjóði teknar fyrir og afgreiddar.
2. Kjarasamningar. Formaður greindi stjórn frá helstu samningsmarkmiðum og gangi viðræðna.
3. Greiðslur til stjórnar og nefndarmanna fyrir árið 2018, skv. samþykkt stjórnar frá 18. maí, sent til afgreiðslu skrifstofu og greitt við árslok.
4. Samanber samþykkt síðasta aðalfundar skulu sjóðir Leiðsagnar greiða því umsýslu- og stjórnunarkostnað sem nemur 15% af tekjum sjóðanna. Skal greiðsla þessi fyrir 2018 miða við tekjur þeirra á árinu 2018.
5. Aðild að FEG. Félaginu barst tilkynning um að aukaaðild Leiðsagnar að FEG væri útrunnin. Stjórn samþykkir að endurnýja aukaaðild Leiðsagnar að FEG.
6. Húsgagnakaup. Stjórn samþykkir kaup á nauðsynlegum skrifstofubúnaði.
7. Opnunartími um jól og áramót. Samþykkt er að lokað sé þá tvo virku daga sem eru á milli jóla og áramóta.
8. Formaður greindi frá inngöngu kínverskra leiðsögumanna í stéttarfélagið Leiðsögn. þeir hafa greitt aðildargjöld sín og munu stofna sína eigin fagdeild.
9. Önnur mál

Fundi lauk kl 16:30
Fundarritari Sigríður Guðmundsdóttir