16.1.2018 - Stjórnarfundur

Leiðsögn – félag leiðsögumanna
Stjórnarfundur 16. Janúar 2018 kl 14:00

Mætt eru: Indriði H Þorláksson, Kári Jónasson, Sigríður Guðmundsdóttir og Þorsteinn S McKinstry.

1. fyrirliggjandi umsóknir vegna sjúkrasjóðs teknar til afgreiðslu og færðar til viðeigandi bókar.

2. Fyrirliggjandi umsóknir vegna endurmenntunar úr endurmenntunarsjóð teknar til afgreiðslu og frestað.

3. Drög að minnisblaði til fyrirtækja hér nefnd A og B (vegna trúnaðar og rannsóknarhagsmuna) í ferðaþjónustu vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns þeirra tekið til umfjöllunar. Stefnt að því að afhenda bréf á fundi með forsvarsmönnum fyrirtækjanna að afloknum yfirlestri lögmanns félagsinns.

4. Indriði sagði frá fundi sem hann sat með öðrum formönnum stéttafélaga með beina ASÍ aðild. Þar var m.a. til umræðu hvort grundvöllur væri til riftunar gildandi kjarasamninga. Málið er í frekari skoðun.

Fundi slitið 15:20
Fundarritari ÞSM