10.1.2018 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Leiðsagnar 10. Jan 2018 kl 17:00

Mættir: Indriði Þorláksson, Júlia Hannam, Þorsteinn Mckinstry, Kári Jónasson, Vilborg Anna Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir

Dagskrá:
1. Yfirlýsing Leiðsagnar um kynferðislega áreitni.
Lögð fram drög að yfirlýsingu sem birt verður félögum.
Stjórn kallar eftir viðbrögðum þeirra fyrirtækja sem að málinu koma og grenslast fyrir um verkferla almennt og eins einstök málsatvik umrædds máls. Forsvarsmenn viðkomandi fyrirtækja verði boðaðir á fund Leiðsagnar vegna málsins.
2. Þóknanir til stjórnar og embættismanna.
Lagt er til að drög verði gerð að þóknunarramma til að mæta kostnaði vegna tímafrekra verkefna á vegum félagsins.
3. Endurskoðun reglugerðar um sjúkrasjóð.
Vilborg og Júlía taka reglur sjúkrasjóðsins til endurskoðunar og vinna tillögur að breytingum og kostnaðarmati ef ástæða þykir til.
4. Merki félagsins og merki leiðsögumanna.
Merkjamál eru í vinnslu og mun lokið á næstu vikum.
5. Félagaskrá, boð Almenna um fund og viðræður.
Indriði mun sitja fund og skoða útfærslu.
6. Kjarasamningar, fundur með kjaranefndarfólki , félagsfundur og kjaramálaráðstefna.
Stjórn boði kjaranefnd á fund og skoði áherslur í komandi kjarabaráttu. Skipuleggja fund með félagsmönnum um kjaramál. Lögð fram hugmynd formanns kjaranefndar um kjaramálaráðstefnu.
7. Upplýsingabæklingur um félagsaðild, prentun og dreifing.
Samþykkt að framleiða bæklinginn og koma í dreifingu.
8. Lögsókn og samningur við lögfræðing fyrir Leiðsögn.
Indriði og Kári finna hæfa lögmenn til að reka viðkomandi mál ef til kemur.
9. Áramótakveðja stjórnar.
Lögð fram drög að áramótakveðju til félaga. Samþ. og sent í prófarkarlestur.
10. Boð um heimsókn til OR.
Samþykkt að þekkjast gott boð og finna hentuga tímasetningu.
11. Námskeið fyrir trúnaðarmenn leiðsögumanna.
Skoða möguleikann á að halda slíkt námskeið ætlað trúnaðarmönnum.
12. Fundur með nýjum ferðamálastjóra.
Indriði setjur sig í samband við nýja ferðamálastjóra og tekur upp dagskrá um starfsréttindi og skyldur leiðsögumanna. Öryggismál, neytendamál, náttúruvernd og menningarmál.
13. Kynning á Leiðsögn í Leiðsöguskólanum 14. Febrúar.
Félagið sendi 2-3 fulltrúa með kynningu.
14. Næsti fundur.
Þriðjudaginn 16. Jan kl 14:00.

Fundarritari ÞSM/Þorsteinn Svavar Mckinstry