3.3.2017 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 3. Mars 2017-03-03
Mættir: Vilborg Anna Björnsdottir, Júlía Hannam, Kári Jónasson, Snorri Ingason

Dagskrá: Breyting á húsnæði FL
Vegna aukinna umsvifa skrifstofu er ljóst að núverandi húsnæði er of lítið og mun ekki duga okkur til framtíðar. Að Stórhöfða 25 býðst okkur mun stærra húsnæði með góðum aðgangi að 60 manna fundarsal. Leiga á nýju húsnæði er nánast á pari við núverandi leigu og innifalið er hiti, rafmagn og hússjóður. Stjórnarmenn skoðuðu húsnæði og eru sammála um að það er afar hentugt fyrir núverandi og framtíðar starfsemi FL. Eftir símafund með þeim stjórnarmönnum sem ekki höfðu tök á að koma höfum við tekið þá ákvörðun að segja upp leigu að Stórhöfða 27 og flytja starfsemina í nýtt, stærra og betra húsnæði við fyrsta mögulega tækifæri.