28.2.2017 - Stjórnarfundur

Stjórnarfundur 28. febrúar 2017, kl. 16:00
Mætt: Snorri, Þorsteinn, Vilborg Anna, Örvar Már og Bryndís

1. Sjúkrasjóðsumsóknir
a) Sótt um sjúkradagpeninga vegna veikinda. Þar sem um er að ræða mál sem óljóst er hvernig túlka beri greiðslur úr sjóðnum, skv. reglum hans, er málinu vísað til umsagnar lögfræðings. Ekki síst þar sem um fordæmismál er að ræða fyrir sjóðinn. Afgreiðslu frestað þar lögfræðiálit liggur fyrir.
b) Sótt um sjúkradagpeninga vegna veikinda. Afgreiðslu frestað þar lögfræðiálit, sbr. a), liggur fyrir.
c) Sótt um sjúkradagpeninga vegna veikinda. Afgreiðslu frestað þar lögfræðiálit, sbr. a), liggur fyrir.
d) Sótt um styrk vegna sjúkraþjálfunar. Samþykkt að greiða 43.406 kr., skv. reglum sjóðsins.
e) Sótt um styrk vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt að greiða 2.100 kr., skv. reglum sjóðsins.
f) Sótt um vegna líkamsræktarstyrks. Samþykkt að greiða kr. 29.000, skv. reglum sjóðsins.
g) Sótt um vegna líkamsræktarstyrks. Samþykkt að greiða kr. 3.900, skv. reglum sjóðsins.
h) Sótt um vegna hjartaskoðunar. Samþykkt að greiða 14.990 kr., skv. reglum sjóðsins.
i) Sótt um vegna líkamsræktarstyrks. Samþykkt að 27.300 kr., skv. reglum sjóðsins.
j) Sótt um styrk vegna kírópraktormeðferðar. Samþykkt kr. 45.000, skv. reglum sjóðsins.
k) Sótt um styrk vegna krabbameinsskoðunar. Samþykkt að greiða 6.600 kr., skv. reglum sjóðsins.
l) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt að greiða kr. 40.000, skv. reglum sjóðsins.
m) Sótt um vegna gleraugnakaupa. Samþykkt að greiða kr. 40.000, skv. reglum sjóðsins.

2. Lagabreytingavinna
Vilborg Anna greindi frá því að starfshópurinn um lagabreytingar hefði hist að loknum félagsfundi og ákveðið að gefa sér tíma fram á næsta föstudag að ljúka yfirferð yfir lögin. Í framhaldinu sendir nefndin lögin til yfirlestrar m.t.t. málfars o.þ.h.
Nefndin hefur síðan ákveðið að boða Jakob s. Jónsson leiðsögumann á fund nefndarinnar á morgun, þar sem hann hefur óskað eftir að fá að hitta nefndina.

3. Vakinn
ASÍ mun koma að umsögn um fyrirtæki sem sækja um aðild að Vakanum, hvað launa- og kjaramál snertir. FL hefur óskað eftir að fá að vera umsagnaraðili með ASÍ og var vel tekið í þá beiðni.

4. Húsnæðismál
Huga þarf að framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi félagsins, vegna breyttra aðstæðna í núverandi húsnæðiðsmálum. Formaður hefur skoðað húsnæði hér í nágrenninu sem gæti nýst félaginu mjög vel án þess að kostnaður aukist verulega. Fleiri myndu fara mjög fljótlega og skoða staðinn líka.

5. Starfsmannamál
Með stórauknum verkefnum á skrifstofunni er ljóst að núverandi starfsmaður getur ekki sinnt öllu sem þarf að gera. Huga þarf að starfsmannamálum á næstunni.

6. Bréf til atvinnurekenda um stéttarfélagsaðild
Samið hefur verið bréf þar sem atvinnurekendum er bent á að leiðsögumenn eigi að greiða til FL, þ.e. þess stéttarfélags sem semur fyrir leiðsögumenn, en ekki í eitthvert annað stéttarfélag, s.s. VR.

Bréfið var sent til umsagnar hjá SA þar sem lýst er yfir ánægju með framtakið. Í kjölfarið verður bréfið sent til allra stærstu atvinnurekenda í ferðaþjónustu og ná þarf til þeirra sem eru að starfa sem leiðsögumenn en eru ekki að greiða til FL.

7. Umsókn vegna leiðsögumanna utan EES
Gera þarf leiðbeinandi reglur um hvernig farið er með umsóknir fyrir útlenda leiðsögumenn sem berast til félagsins.

8. Aðalfundur
Ákveðið að halda aðalfund Félags leiðsögumanna 29. mars n.k. Undirbúningur hefst nú þegar og fundarboð verður sent út eins fljótt og mögulegt er.

Fundarritari: Bryndís Kristjánsdóttir