13.12.2017 - Stjórnarfundur

Leiðsögn stjórnarfundur 13. desember 2017
Fundur settur kl 17:00

Á fundinn eru eftirfarandi stjórnarmenn mættir:
Indriði H. Þorláksson, Sigríður Guðmunddóttir, Kári Jónasson, Þorsteinn S. McKinstry og Júlía Hannam.

1. Fyrirliggjandi sjúkrasjóðsumsóknir afgreiddar og færðar til bókar.

2. Fyrirliggjandi umsóknir úr endurmenntunarsjóð vegna ráðstefnu og funda afgreiddar og færðar til bókar.

3. Skrifstofu falið að skipuleggja og kynna fyrir félagsmönnum upprifjunarnámskeið í skyndihjálp sem haldið verður í byrjun árs 2018.

4. Formaður sagði frá fundi FL með SAF og Ferðamálastofu um starfsvettvang leiðsögumanna og gæðamál í ferðaþjónustu. Á fundinn mættu fyrir hönd Leiðsagnar Indriði, Júlía, Kári og Pétur Gauti. Hugmynd kom um að greina þyrfti sameiginleg vandamál og ógnir á vettvangi ferðaþjónustunnar.

5. Félaginu hefur borist erindi vegna málefna tengdum Ferðamálaskóla Íslands/Menntamiðstöðvarinnar ehf. Stjórn ræddi erindið og setur í viðeigandi farveg.

6. Áður framlagt erindi vegna kynferðisáreitni erlends leiðsögumanns sem starfaði á Íslandi rætt frekar í ljósi frekari gagna og málið sett í viðeigandi farveg í samræmi við alvarleika málsins.

7. Mál kjaranefndar rædd. Undirbúningsvinna kjaranefndar hafin fyrir næstu samningalotu.

8. Nýtt félagsmerki fyrir Leiðsögn komið í vinnslu Vilborg Anna og Þorsteinn hafa skilað hugmyndavinnu og „Creative Brief“ til grafísks hönnuðar til fullvinnslu og sýningar í framhaldi af því.

Fundi slitið 19:20
Fundarritari Þorsteinn Mckinstry