27.9.2017 - Stjórnarfundur

Leiðsögn – Stjórnarfundur 27.9. 2017
Fundur settur kl. 15:00

Mættir voru Indriði Þorláks formaður, Kári Jónasson, Þorsteinn Mckinstry, Júlía Hannam og Pétur Valgeirsson. Einnig sátu fundinn Donna Kristjana og Ingibjörg Birgisdóttir starfsmenn skrifstofu.

1. Sjúkrasjóður, endurmenntunarsjóður,

Teknir voru fyrir umsóknir til styrkja úr Sjúkrasjóð

Sótt er um styrk vegna líkamsræktar – Samþykkt 17.500, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna Kírópraktor – Samþykkt 19.500, skv. reglum sjóðsins.
Sótt um styrk vegna tannlæknakostnaðra – Samþykkt 40.000, skv. reglum sjóðsins.
Sótt um styrk vegna hjartaverndar – Samþykkt 15.000, skv. reglum sjóðsins.
Sótt um styrk vegna líkamsræktar – Samþykkt 3.900, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna krabbameinsskoðunar – Samþykkt 3.600, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um sjúkradagpening – Samþykkt 96.762, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna líkamsræktar – Samþykkt 32,743, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna Gleraugnakaupa – Samþykkt 40.000, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna stoðtækjaleigu – Samþykkt 6.179, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna líkamsræktar – Samþykkt 32.743, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna gleraugnakaupa – Samþykkt 40.000, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna líkamsræktar – Samþykkt 32.743, skv. reglum sjóðsins.

Umsóknir um styrkir í endurmenntunarsjóð

Sótt er um styrk vegna meiraprófs – Samþykkt 20.000, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna meiraprófs – Samþykkt 20.000, skv. reglum sjóðsins.
Sótt er um styrk vegna Tungumálanáms – Samþykkt 20.000, skv. reglum sjóðsins.

2. Félagsaðild og samningshlítni

a. Eftirfylgni bréfa sumarsins
Athugun á þróun félagsaðildar og mat á því hvort bréfin til ferðafyrirtækjanna skiluðu sér í bættri skráningu félagsmanna. Ræða þarf leiðir til eftirfylgni. Fyrirtæki sem ekki skila félagsgjöldum. Leiðsögumenn í öðrum stéttarfélögum.

Fjöldi félagsmanna hefur aukist um c.a. 10% milli ára, enn hafa ekki skilað sér inn félagsgjöld að fullu fyrir seinni hluta sumar til þess að hægt sé að meta aukningu.

Rætt um hvernig hægt sé að hafa eftirlit með greiðslum félagsgjalda til félagsins. Vinnuveitanda ber að greiða til félagsins af starfsmanni er vinnur við leiðsögn.

b. Eftirlit með samningshlítni
Vinnustaðaeftirlit. Birting brotalista
Umræða er um að birta brotalista yfir algengustu brot á starfsmönnum á heimasíðu félagsins, ekki sé hægt að birta svartan lista yfir fyrirtækin sjálf að svo stöddu.

3. Erlendir leiðsögumenn/ leiðsögn fyrir erlend fyrirtæki
Vinnuréttur, kjarasamningar, forgangsréttarákvæði, skattareglur fyrir erlenda leiðsögumenn og erlend fyrirtæki.

Mikil aukning hefur verið á að erlendir leiðsögumenn starfi á Íslandi tímabundið. Bæði fyrir íslensk og erlendi fyrirtæki. Fyrirtækin virðast ekki greiða tekjuskatt eða önnur launatengd gjöld hér á Íslandi heldur fá starfsmenn greitt beint frá erlenda félaginu. Erlend fyrirtæki sem senda starfsmenn sína til Íslands tímabundið eru bundin af lögum 45/2007 og eiga starfsmenn að njóta réttinda skv. 4 gr þeirra laga. Hér gilda skyldur og skattareglur sem að ekki sé hægt að sniðganga.

Þessi erlendu fyrirtæki og starfsmenn þeirra séu í samkeppni við íslenska ferðaþjónustuaðila og íslenska leiðsögumenn hvað varðar vinnuframboð og launamál. Rætt er um að setja sig í samband við Samtök ferðaþjónustunnar og reyna að fá þá til þess að aðstoða við að koma á sátt. Ákveðið er að stjórni setja saman minnisblöð um málið og leiti eftir því að koma á samstarfi við SAF - koma á fundartíma.

4. Kvörtun um kynferðislega áreitni hjá ísl. ferðaþjónustufyrirtæki
Greint frá kvörtun erlendra leiðsögukvenna á hendur erlends starfsmanns.

Félaginu hafa borist upplýsingar um kynferðislega áreitni og hugsanleg kynferðisbrot gegn nokkrum konum er starfa hjá Íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki. Félagið vill skoða það hvernig þeir geta aðstoðað í máli sem þessu og búa sér til verklag þegar svona mál koma upp.

Vinnueftirlitið tekur að sér að heimsækja vinnustaði og athuga hvort að allt sé eins og vera ber, þó þeir taki ekki beint á þessu máli. Félagið vill hafa samband við lögfræðing og fá álit/leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í svona málum og fara yfir lagalegar hliðar málsins.
Félagið mun hafa samband beint við viðkomandi fyrirtæki (munnlega eða skriflega) og tilkynna þeim að félaginu hafi borist þetta mál og vill félagið tryggja að tekið sé á málunum. Einnig að safna saman gögnum og fá síðan fund með þeim þar sem farið er ítarlega í málið og fyrirtækinu gert grein fyrir því að af hálfu Leiðsagnar séu svona mál ekki liðið, að það þurfi að taka á því.

Formaður ræðir nánar við þær konur sem stigið hafa fram og setur málið saman til þess að hægt sé að taka næstu skref í málinu.

5. Starfshópur um einyrkja/verktaka
Skipun starfshóp einyrkja til að greina stöðu þeirra og vandamál og koma með tillögur um aðgerðir félagsins

Koma á starfshóp sem geti farið í málið og sett saman helstu upplýsingar um hvaða skyldur beri að hafa í huga er starfað er sem einyrki.
Formaður semur frétt til að senda til félagsmanna þar sem óskað er eftir framboði í vinnuhóp sem tekur til þeirra mála er snúa að einyrkjum

6. Starfshópur fagdeildar almenn leiðsögn
Stjórnin skipi starfshóp úr hópi fyrrum fagfélagsaðila til að undirbúa starf fagdeildarinnar. Auglýsa eftir þátttöku á heimasíðu.
Rætt var um stofnun deilda innan félagsins. Að setja þyrfti inn auglýsingu á heimsíðu félagsins þar sem auglýst væri eftir áhugasömum aðilum til þess að koma að stofnun og mótum deilda.

7. Starfshópur um merki félagsins og merki leiðsögumanna.
Stjórnin skipi starfshóp til að gera tillögur um merki félagsins, einkenningu fagsviða o.fl.

Félagsmerkið hefur hingað til verið eingöngu merkt fagdeild félagsins. Er merki þess að viðkomandi leiðsögumaður sé fagmenntaður / hefur lokið námi skv. Evrópu staðli um lágmarksmenntun leiðsögumanna. Merkið er ákveðinn gæðastaðall

Útbúa þarf félagsskírteini sem allir stéttarfélagsaðilar félagsins fá afhent er lágmarksgreiðslu félagsgjalda er náð þ.e. er félagsmaður er orðinn fullgildir meðlimur félagsins.
Þorsteinn og Vilborg munu fara í málið og skoða úrfærslu á skírteinum.

8. Fyrirtækjaheimsóknir – kynning á félaginu.
Óskað er eftir að félagið komi austur í land og haldi kynningu á Félaginu og kjaramálum. Stjórn var sammála um að nauðsynlegt væri að finna tíma fyrir slíka heimsókn.
Kári tekur að sér að skoða heppilegan tíma í samráði við fyrirtækið er um ræðir.

9. Brot á kjarasamningum, jafnaðarkaup og laun undir lágmarks töxtum. Stórt ferðaþjónustufyrirtæki hérlendis virðist ítrekað vera að brjóta á starfsmönnum þegar kemur að launum. Félagið er að vinna í málum þeirra starfsmanna og fyrrum starfsmanna sem komið hafa inn á borð þess.

Fundi slitið 17:15

Fundarritari
DKP